Lúthersk hjónahelgi er fyrir öll hjón á hvaða aldri sem er, hverrar trúar sem þau eru. Það eina sem þarf er vilji til að efla hjónabandið sitt.

Hjónahelgarnar fara fram í notalegu umhverfi. Innifalið í kostnaði er gisting í tvær nætur, allar máltíðir og allt annað sem tengist vinnu helgarinnar. Öll vinna sem er unnin í kringum helgarnar fer fram í sjálfboðavinnu.

Helgarkostnaður er 150.000 kr. fyrir hver hjón. Það er keppikefli Lútherskrar hjónahelgar að öll hjón geti tekið þátt í hjónahelgunum óháð fjárhag og er m.a. hægt að dreifa greiðslum eins og fólk treystir sér til. Hjónahelgarnar reka sig sjálfar og þiggja enga styrki frá opinberum aðilum. Þeim er stjórnað af hjónum sem sjálf hafa farið á Lútherska hjónahelgi.

Fyrsta Lútherska hjónahelgin á Íslandi var árið 1985 og síðan þá hafa verið haldnar fjölmargar hjónahelgar og enn fleiri hjón farið á hjónahelgi.

NÆSTA HJÓNAHELGI

Næsta hjónahelgi verður haldin á Kríunesi helgina 17.-19. janúar 2025

FYRIRSPURNIR

Fyrir nánari fyrirspurnir sendið tölvupóst á forsvar@hjonahelgi.is

.

Skráðu þig á póstlista Lútherskrar hjónahelgar